Færsluflokkur: Tölvur og tækni
13.5.2008 | 11:12
Vélritunarskertur!
Er loksins búinn að koma tölvunni í stand. Ég straujaði hana veru mína (tölvuna) um daginn og átti í veseni með að koma net framework í gang til að geta notað autocad.
Allt hafðist þetta á hörkunni en aldrei skal ég viðurkenna microsoft umfram önnur os.
Nú þegar þetta er skrifað hugsa ég með mér sem svo að ekki væri það ónýtt að kunna að vélrita eins og maður þar sem hugsanirnar renna hraðar í gegn en hönd á festir í bókstaflegri merkingu! Ætlaði aldrei að byrja að blogga fyrr en ég væri búinn að kaupa dragon naturally speaking þetta dásemdarforrit er þeim gáfum gætt að hægt er að spjalla um daginn og veginn og skrifar það allt upp eftir manni. Málið er bara að 200 dollara forrit finnst mér soldið dýrt fyrir það eitt að nenna ekki að læra að vélrita almennilega, og að auki yrði ég að tala við það á ensku - sem er svosem ekkert vandamál útaf fyrir sig en gerir ekki mikið fyrir þá sem hefðu viljað lesa þessi útkreistu dásemdarskrif á móðurmálinu.
Eeen.... það er nú líka dýrmætt að geta komið orðunum hraðar á blað en "pro typist" gæti nokkurntíman látið sig dreyma um, og það meira að segja 3 sinnum hraðar!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)